Skilmálar

Skilmálar vefverslunar

Vefverslunin Aromabar er rekin af Aromabar ehf., kt. 610921-1590, VSK-númer: 142462. Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir varnarþingi félagsins, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Afgreiðsla pantana

Allar pantanir eru afgreiddar 1-3 virkum dögum eftir að pöntun er staðfest.

Afhending

Sótt á Fossháls 7, 110 Reykjavik, hjá VIP dekk, á milli kl. 8-18 næsta virka dag eftir að pöntun berst  – FRÍTT.

Við sendum pantanir með Íslandspósti um allt land og með Dropp á höfuðborgarsvæðinu ásamt völdum afhendingarstöðum á landsbyggðinni. 

Dropp er með afhendingarstaði á N1 og hjá World Class-stöðvum og verður afhendingartími því mjög sveigjanlegur. 

Heimkeyrsla er á vegum Sending.is

Sending með Íslandspósti tekur alla jafna 1-3 virka daga.

Athugið að stöku sinnum getur afhending tafist, t.d. vegna álags í kringum stóra útsöludaga og jól eða annarra óviðráðanlegra ástæðna.

Aromabar býður upp á ókeypis heimsendingu ef verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira!

Verð

Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og Aromabar áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. 

Greiðsla pantana og öryggi

Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja þá leið að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan 2 klukkustunda frá pöntun.

Skilareglur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru á netinu gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegu ástandi. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við netverslun með tölvupósti á [email protected].

Útsala og önnur tilboð

Því miður er hvorki hægt að skipta né skila vöru sem keypt er á útsölu eða á öðru tilboði.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila 

Heimsendingar
Dropp / Sending.is / Pósturinn
GREIÐSLUR
Debetkort / Kreditkort / Millifærsla
© 2024 Aromabar. Powered by mango.is
Skráðu þig á póstlistann
10%
afsláttur af þinni fyrstu pöntun
Nei takk