Frí heimsending ef pantað er fyrir 15.000  eða meira

Max Benjamin – vörumerkið

september 21, 2021

Max Benjamin er í eigu systkinannau Orla, Mark og David Van den Bergh og var stofnað á Írlandi árið 2007 eftir að Orla Van Den Bergh hreifst af kertagerð sumar eitt sem hún eyddi í Bandaríkjunum á háskólaárum sínum.

Heimkomin til fjallanna í Wicklow fléttaði hún kertagerðina saman við dálæti sitt á útivist og fjölskyldulífið og er Max Benjamin nefnt í höfuð tvíburasona hennar, Max og Benjamin.


Vinustofuna er enn að finna við heimili fjölskyldu hennar í skjóli hæðanna í Wicklow. Max Benjamin eiga sitt eigið ilmsafn og framleiða eigin kerti, ilmstrá og lífsstílslínu.

Sjálfbær hönnun Max Benjamin-varanna sækir innblástur sinn til fjölskyldunnar og umhverfisins. Hjá Max Benjamin er sífellt leitað til að fylla líf þitt og heimili þeim krafti og vellíðan sem fylgir góðum ilmi.

Í dag eru Max Benjamin-vörur seldar á 600 verslunum/sölustöðum í 40 löndum, þar á meðal í víðkunnum stórverslunum eins og Harrods og Selfridges í London og Le Bon Marché í París.

Pic: Max Benjamin

Heimsendingar
Dropp / Sending.is / Pósturinn
GREIÐSLUR
Debetkort / Kreditkort / Millifærsla
© 2024 Aromabar. Powered by mango.is
Skráðu þig á póstlistann
10%
afsláttur af þinni fyrstu pöntun
Nei takk